mánudagur, júní 30, 2008


Nú er heimilisfaðirinn farinn að vinna aftur eftir gott og sólríkt frí...


ég hins vegar er enn í mínu fríi en fer óðum að kenna fleiri tíma í Baðhúsinu og frá með næsta mánudegi þarf ég að vakna klukkan sex alla virka daga í þrjár vikur:) Júlí verður svona "komastí brjálaðformmánuður" en ég verð með átta tíma á viku - ég held þetta verði bara ágætlega hressandi - viðbrigði að vakna en kemst væntanlega upp í vana eins og allt annað!


síðan ætlar hún Bjarney Kata 4 ára frænka mín að vera hjá mér og Áru á daginn í tvær vikur en ég held að það verði frábær félagsskapur fyrir prinsessuna á heimilinu - að hafa einhvern til að leika við. Eru ekki síðan þrjú ár á milli alveg málið...tjékkum allaveganna á því;)


Myndin er af mér, Stóra Magga og version 3.0 í Maggbræðrunum - stærðarmunurinn leynir sér ekki...
Eigiði góðan dag elskur

Engin ummæli: