Í gær horfðum við AFO á myndina Notebook...
sem er kannski ekki ýkja merkilegt nema fyrir þær sakir að Andri hefur svona lúmsk gaman að fylgjast með mér þegar við horfum á svona myndir því tárin streyma ansi ört niður. Ég hef nú séð þessa mynd áður en hún virðist hafa alveg geigvænleg áhrif á tárakirtlana mína enda ótrúlega raunveruleg og yndislega falleg....
nema hvað í gær voru engin takmörk fyrir því hversu mörg tár runnu niður kinnarnar mér. Ástandið var orðið svo slæmt að lokum að ég endaði á því að taka eina panodil áður en ég fór að sofa, spreyjaði nezeril í nefið og setti kaldan bakstur á augun. Í morgun leit síðan út fyrir að ég hefði verið kýld í augun - Andri átti síðan bágt með að leyna hlátrinum en ég skil ekki hvað þetta er með mig og þetta blessaða táraflóð.
En að öðru - setti inn yfir 60 myndir á árusíðu - í júníalbúm og svo eitt nýtt sem heitir Flúðir 2008.
Nú vil sjá soldið góð kvitt í gestabókina og svona...
Í kvöld er það síðan Sigur rós og Laugardalurinn - Ára ætlar með enda fílar hún nýja diskinn vel, dormar alveg þegar við setjum hann í spilarann:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli