Þá erum við komin heim...
í Laugarnesið góða - eftir tæplega vikudvöl á Flúðum en við ákváðum að keyra í bæinn í kvöld því ekkert verður úr föstdeginum þegar á að skila á hádegi - segja meistararnir allaveganna.
Við gerðum allt sem gera skal þegar farið er í bústað - borða - hangsa í hlussugallanum - fara í pottinn - borða - sofa (aðeins minna kannski heldur er undanfarin ár en skiptumst dáldið á kríum) og já gleymdi ég að segja BORÐA. Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað maður borðar mikið í bústað - ég spái því að ég hafi komið með aukaþrjúkíló í farteskinu eftir ferðina!
Ferðin heppnaðist eins vel og hægt er að óska sér, veðrið lék við okkur hvern einasta dag og voru gestir á annan tug en síðan áttum við líka nokkra rólega daga, litla fjölskyldan en Áru fannst svona til lengdar skemmtilegra að hafa fleiri en okkur í kringum sig og mótmælti í gærkvöldi með því að kúka á gólfið í miðjum leik og stappa hressilega á afrakstrinum, færði sig síðan aðeins lengra og meig og toppaði síðan tilstandið með því að skera sig á rakvélablaði sem hún teygði sig í þegar var verið að smúla hana í sturtunni - hún er þó ekkert illa haldin en með ágætlega djúpt sár á puttanum en ekkert sem plástur getur ekki bjargað nema hvað að það er frekar að erfitt að útskýra fyrir eins árs að það megi ekki taka hann af:)
Maður er eitthvað svo endurnærður eftir svona ferð - án internets og áreitis en þá auðvitað til í tuskið aftur! kreppuna, verðbólguna, krónuhrunið og allan þann pakka...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli