þriðjudagur, september 09, 2008

Ef þið vissuð það ekki því ég er örugglega búin að öskra það út um allt af gleði...

að hún einkadóttir okkar Ága Tut eins og hún segist heita byrjar á leikskóla um næstu mánaðamót. Mikið gasalega finnst mér það skemmtilegt fyrir hana og tilhlökkunin á heimilinu er mikil.

Hún var að spjalla við ömmu Gúttu (Gústu) í símann áðan og eftir smá spjall spurði amman hvort hún væri búin að borða og svarið var: Já! ojbjakk! Hún var sem sagt ekki alls kostar ánægð með kvöldverðinn í kvöld - var nefnilega ekki að fíla rjómaostinn sem móðirin klíndi á pastað hennar - við skulum bara krossa putta þegar terrible two byrjar!

Hún dælir líka út úr sér tveggja orða setningu þessa dagana: Pabbi sitja - mamma bað - meira bók o.frv.

Engin ummæli: