föstudagur, september 19, 2008

Ég er svo upptekin á fésbókinni að ég hef barasta ekki tíma í að uppfæra þessa síðu...

en hér á Laugarnesveginum leikur allt í lyndi og mannskapurinn hress og sprækur. Húsmóðirin gerðist svo djörf í gær að panta ferð til Köben fyrir sig og manninn í vetrarleyfinu!!!

Datt inn á einhvern heitapott hjá express og fékk flug fyrir okkur bæði fyrir samtals tæpan 33000 kall. Fyrirhugað er að krassa hjá Álfinum og co. og hitta síðan hinar tvær elskulegu vinkonur mínar Regínu og Sóley. Ég barasta get ekki beðið er svo spennt...Áran fær að gista hjá ömmum sínum og öfum og leika við frænkur sínar sem henni finnst nú alveg hreint ótrúlega skemmtilegt.

Ég þarf að fara að hreinsa aumingjabloggara út og setja nýja og ferska inn í staðinn. Sem dæmi má nefna Jöklabloggið og Milanóbúana og fyrir tískuáhugafólk er þessi skemmtileg...

Helgin verður skemmtileg en á morgun er afmæli hjá Gunnhildi samkennara mínum og á sunnudaginn erum við að fara í leikhús með leikhúsvinum okkar þeim Láru og Benna en við ætlum að bregða okkur á Fýsn í Borgarleikhúsinu. Við Lára erum að vísu aðeins meira en leikhúsvinkonur en Benni og Andri eru svona leikhúsvinir eiginlega eða þeir fá sjaldan að hittast nema þá í svona leikhúsferðum og jú kannski einstaka afmælum. En þetta verður eflaust skemmtilegt kvöld eins og öll önnur undanfarin sem við höfum átt með þeim hjúum.

Ég er búin að vera eitthvað hauslaus í dag eftir vikuna og þess vegna verður gott að vera í "íi" eins og Áran segir svo skemmtilega en hún veit ekkert betra en þegar allir eru í fríi. Eina sem hún heyrir er að þessi og hinn séu að fara að vinna...

Og síðan fer leikskólinn alveg að byrja

Hafið það gott um helgina og njótið augnabliksins!

Engin ummæli: