miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Maður má greinilega ekki "jinxa" hlutina með því að segja "eftir að veikindin tóku sér pásu..." sbr. síðustu færslu því núna er ég heima með Áru því hún var komin með hita á mánudaginn og var heima í gær og dag, reyndar hitalaus núna en með einhvern hósta og því þarf að halda áfram að pústa hana. Okkur til smá mæðu því aukaverkanir geta verið að börn vakni á mjög svo ókristilegum tíma eins og t.d. 4:50 og séu í stuði í kannski tvo tíma og leggi sig svo aftur en þá er klukkan orðin sjö og tími fyrir alla til að fara á fætur!

Þannig ekki láta ykkur bregða ef við erum farin mjööög snemma að sofa meðan þetta púst gengur yfir!

Annars sagði mamma einnar stelpu í leikskólanum að góður læknir hefði sagt henni að það væri eðlilegt að börn á þessum aldri væru veik 15 sinnum á ári! Takk fyrir pent, við eigum þá ekki nema um 10 skipti eftir;) Stuð...
Það má hins vegar gera sér ýmislegt til dundurs í veikindum...

Laga stólinn með krana (var að lesa bókina Emma gerir við og hóf í kjölfarið miklar viðgerðir á ýmsum hlutum)
Raða smekkjunum á ofninn eftir þvott!

Og nú er málið að hella sér í skipulagningu á tveggja ára afmæli sem verður eftir rúma viku.Engin ummæli: