laugardagur, janúar 23, 2010

London...
Dásamleg ferð í alla staði, flottasta hótel í heimi, frábær ráðstefna og búðirnar teknar með trompi:) Þrjár flíkur hvað...

Fyrstu H&M pokarnir að detta í hús

Smart-board - gæfi handlegg fyrir eina slíka í stofu 17

Full English breakfast, ég veit ég er sveitt í framan, það var drulluheitt þarna og síðan hef ég verið ferskari en var alveg nývöknuð!

Komnar í okkar fínasta og leið á franskan veitingastað

Það þurfti mikið skipulag til að koma öllu dótinu heim og sumir "hummnefnienginnöfn" þurftu að fá sér aukatösku

Mojito á líbönskum stað og já það var þema hjá mér að vera sveitt á myndum:)

Snilldarferð í alla staði en erfitt að mæta beint í kennslu á mánudeginum og Áran búin að vera veik alla vikuna, komin með sýkingu í lungun, það er svona hefðbundið janúardæmi hjá okkur:) Hún er samt öll að hressast og stefnir ótrauð á leikskólann á mánudaginn.




Engin ummæli: