laugardagur, janúar 02, 2010

ÁramótaannállGleðilegt nýtt ár kæru vinir! Við fögnum alltaf samvistarafmæli okkar á sama tíma og ár mætast og nú eru komin hvorki meira né minna en 10 ár, sem er vonandi bara dropi í hafið miðað við það sem koma skal:)

Á árinu 2009 stendur brúðkaupið okkar þann 6. júní að sjálfsögðu upp úr, ásamt fermingu og útskrift systra minna. Við fórum líka í frábæra ferð til Svíþjóðar og Ítalíu og eyddum rúmum tveimur vikum með yndislegum vinum okkar. Bústaðaferðir, leikhúsferðir, afmæli, Klofi Annan og fleira skemmtilegt stendur líka upp úr ásamt fæðingu nokkurra barna í vinahópnum. Dóttir okkar sem verður þriggja ára næstkomandi mars hélt líka áfram að bræða hjörtu marga og er alveg einstaklega dugleg og skemmtileg að okkar mati sem er að sjálfsögðu alveg hlutlaust mat:)
Svipleg fráföll afa Eggers og Óskars settu að sjálfsögðu sinn svip á árið en lífið gefið og lífið tekur, þannig er það nú bara.


Við erum ótrúlega þakklát fyrir að eiga yndislega og góða fjölskyldu og vini, vera heilsuhraust og hafa góða vinnu.

Hér að neðan má sjá árið í myndum sem segja auðvitað allt sem segja þarf og lesandi góður ef þú sérð þig jú eða þína á mynd, viltu vera svo vænn að kvitta fyrir í tjáðu þig. Það gleður:)

Janúar
Engin ummæli: