London calling...
Það virðist vera orðinn "árlegur viðburður annað hvert ár" að skella sér til London í janúar. Fyrir tveimur árum skelltum við Andri okkur í kærustuparaferð í kjölfarið á nýsamþykktu kauptilboði okkar í Laugarnesveginn. Eyddum nú ekki miklum pening af hræðslu við þessa stóru ákvörðun okkar að kaupa íbúð en áttum í staðinn mjög svo huggulega ánbúðarápsferð (samt í pundinu 122 kr.ísl):)
Núna er eina von mín til að komast í ferð til London sjálfur Vonarsjóður Kennarasambands Íslands sem styrkir einstakling á tveggja ára fresti um 140.000 kr. í námferðir, nám og annað slíkt. Ferðinni er heitið á BETT sýninguna í samfloti við 12 aðra kennara úr mínum skóla og í ljósi þess að ég er nýkomin með skjávarpa í stofuna mína er ekki seinna vænna að kynna sér öll helstu trikkin í kennslu gegnum tæknina!
Það vildi svo til að Iceland express þurfti að fella niður flugið okkar og þar af leiðandi "neyddumst" við til að fara degi fyrr. Fyrstu nóttina verður við á þessu hóteli og næstu þrjár á þessu. Mér skilst að það sé kuldi í Bretlandi, ekki einungis í garð okkar Íslendinga heldur líka svona almennur kuldi og snjór og því verða hlýju fötin tekin með og flíssloppurinn minn svona ef maður dettur í Spa-ið á hótelinu;)
Annars ætla ég að eyða sem minnstu, Ára á feykinóg af fötum en óskar sjálf eftir Dóru sokkum, buxum og bol og vonandi get ég orðið við þeirri ósk. Kaupi líka örugglega nærföt og sokka á hana. Ætla leyfa mér þrjár flíkur á skikkanlegu verði (það hlýtur að vera hægt - pundið komið í 199 kr. ísl) en bara ef ég finn eitthvað sem ég verð að fá, tek tæknina okkar Sóleyjar á þetta.
Annars er þetta rugl með pundið, fór með 15.000 kall í bankann í dag og fékk skitin 75 pund fyrir!
En svona ferð lyftir svo sannarlega janúarmánuði upp um nokkrar hæðir - því er ekki hægt að neita.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli