Páskafrí og bústaðaferð!
Langþráð páskafrí er runnið upp og við stefnum í bústað á gossvæðinu nánar tiltekið á Strandavöllum. Fröken Ára var eitthvað slöpp í gærkvöldi eftir ansi ærslamikla sundferð og kvartaði um í eyranu, barnið sem fær alltaf í lungun en aldrei í eyrun en fínn læknir kannaði málið og smá bólga sást en ekki þannig að stöðva þyrfti bústaðaferðina sem betur fer, alveg hefði það verið týpískt fyrir okkur að komast ekki. Við erum búin að vera hrikalega upptekin bæði undanfarið, vinnulega og ekki síður félagslega, árshátíðir, partý, leikhús og fleira fyllir upp í stundatöfluna okkar sem er auðvitað bráðskemmtilegt en síðan er ekki síður skemmtilegt að komast út fyrir borgarmörkin í rólegheit og afslappelsi:)
Ég var að setja inn MarsMyndir og myndir sem við fengum frá leikskólanum.
Við Andri eigum síðan pantað flug til Stokkhólms þann 8. júlí, nánast sami dagur og við fórum í fyrrasumar nema núna verður þetta eðal paraferð með Helga og Gunnu - Ára verður í góðu yfirlæti á Íslandi hjá ömmum, öfum og frænkum í heila viku, dáldið langur tími en fargjaldið var það sama fyrir þrjá daga og viku og þá er þetta eiginlega ekki spurning!
Ég var að setja inn MarsMyndir og myndir sem við fengum frá leikskólanum.
Við Andri eigum síðan pantað flug til Stokkhólms þann 8. júlí, nánast sami dagur og við fórum í fyrrasumar nema núna verður þetta eðal paraferð með Helga og Gunnu - Ára verður í góðu yfirlæti á Íslandi hjá ömmum, öfum og frænkum í heila viku, dáldið langur tími en fargjaldið var það sama fyrir þrjá daga og viku og þá er þetta eiginlega ekki spurning!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli