laugardagur, júní 05, 2010

Kíktum með Ágústu í ævintýraskóginn en þangað fer hún alltaf með leikskólanum á mánudögum. Ævintýraskógurinn er lítill "skógur" efst í skíðabrekkunni við Dalbraut og þar læra börnin ýmislegt um náttúruna, fuglalífið og fleira. Ára elskar þennan skóg og lék á alls oddi:)

Uppstillt í myndatöku

Blása á fífil

Mæðgurnar

og feðginin

Dásamleg helgi framundan sem byrjar á bjölluæfingu með Álfinum mínum, við erum að tala um fáránlega mikla tilhlökkun að mæta, við skemmtum okkur nefnilega svo vel á þessum æfingum, lágmark eitt hláturskast á hverri æfingu!


5 vinnudagar og síðan 9 vikur í frí
Góða helgi!




Engin ummæli: