laugardagur, september 18, 2010

Föstudagstrítment...og laugardagseyðsla!

Sushi - lit og plokk - heilun - aukatími í stærðfræði - æfing hjá keppnishópnum í Ártúnsskóla! Kom síðan heim og þá var "ráðskonan" okkar búin að taka heimilið í gegn - já þið lásuð rétt við erum komin með "ráðskonu" til að taka alþrif tvisvar í mánuði svo við getum farið beint inn í helgina í frí án þess að eyða helmingnum í tiltekt og ég er yfir mig ánægð eftir þessa ákvörðun okkar:)

heimsætastan byrjaði síðan í samkvæmisdansinum í dag með 4-5 ára, stóð sig eins og hetja þó mamma hennar þyrfti að vera að kenna í tímanum, rosa margir krakkar hjá okkur eða um 25 stykki! Sem er auðvitað frábært. Ég kenndi síðan þremur hópum og það gekk vel, duglegir að dansa þessir ungu krakkar og 5-7 voru heimsins mestu dúllur í waltz og cha cha cha:)

Fórum síðan með Álfrúnu, Agli og Eldi á sushi lestina til að leyfa börnunum að gæða sér á gúrkubitum en þau elska sushi þessi litlu krútt:) Eldur að vísu heldur æstur í wasabi og þurfti næstum að hringja á 112 en það bjargaðist fyrir horn;)

Dóttirin búin að eignast nýtt par af Ecco skóm, svarta með glimmeri og dressuð upp af Janus fyrir veturinn - alveg hreint nauðsynlegt fyrir litlu lungun í þessum kulda.

Núna er bóndinn og litla konan að elda kjötsúpu, frúin er búin að opna rautt og framundan er kósýföstudagskvöld og kærkominn frídagur á morgun.

Engin ummæli: