fimmtudagur, september 16, 2010

Góðar minningar...

Mér þykir alveg óendanlega vænt um þetta blogg mitt og skemmti mér oft konunglega við það eitt að lesa gamlar færslur, komment og rifja upp gamlar minningar. Stundum fæ ég alveg fáránlega mikinn kjánahroll og stundum skellihlæ ég. Það sem er samt einhvern veginn alltaf best er að ég er eiginlega aldrei að skrifa um neitt sem skiptir einhverju rosalegu máli, sjaldan að taka reiðiköst út í eitthvað, gagnrýna, pirrast eða koma með einhverja málefnalega punkta. Það skiptir líka engu máli því þegar upp er staðið eru þetta ómetanlegar minningar síðustu sjö ára sem ylja mér um hjartarætur.

...það sem mér finnst líka svo frábært er að þegar ég skoða t.d. september 2004 þá sé ég að ég hef bara ekkert breyst neitt svakalega mikið, er bara enn alveg að horfa á sex and the city, taka hlátursköst með Álfrúnu og partýprumpa:) Það er góðs viti held ég.

Engin ummæli: