mánudagur, september 27, 2010

Dóttir mín hefur lengi vel haldið því fram að hún ætli að verða hárgreiðslukona þegar hún verður stór. Síðustu daga hefur hún hins vegar verið að breyta um skoðun, núna ætlar hún nefnilega að verða búðarkona. Ég spurði hana auðvitað hvað hún ætlaði að selja í búðinni sinni og svarið var einfalt: "mat!" og í kjölfarið kom: "Ég ætla að vinna í Bónus" og síðan bætti hún við að auðvitað þyrftum við samt að keyra hana þangað út af því að hún vissi ekkert hvar Bónus væri:)

Við munum auðvitað styðja hana í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur!

Engin ummæli: