Í morgun var hún alveg megahress á leið leikskólanum - nýbúin að horfa á kirkjuþættina "Daginn í dag" sem eru vinsælir þessa dagna á "vodinu". Nema hvað að við heyrum hana syngja hástöfum: "Daginn í dag, daginn í dag gerði drottningin, gerði drottningin, gleðjast ég vil, gleðjast ég vil og vakna þennan dag og vakna þennan dag"
Greyið barnið þarf að lifa með þessu líkt og ég:)
Sumarfrí frá Laugalæk og skemmtileg vorferð í gær þar við Svavar frumsýndum starfsmannamyndband sem við erum búin að vera að grúska í ásamt nokkrum góðum aðstoðarmönnum og kom skemmtilega á óvart - set það kannski hérna inn við tækifæri.
Núna er Harpa í Exeter og verður í allt sumar, Svansý rokin til Spánar í fótboltaferð og mamma og pabbi á leið í Hólminn á mánudaginn, ég held að þetta hafi bara aldrei gerst áður að við séum svona öll á sitthvorum staðnum, verður örugglega mjög skrýtið!
Annars er ég mjög svo fegin að eiga Frakkland inni í júlí þar sem sumarið virðist ætla að koma ansi seint og um síðir hérna á Fróni en það kemur ég er viss um það.
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli