mánudagur, júní 06, 2011

2 ár liðin síðan þessi ógleymanlegi dagur átti sér stað, ótrúlegt hvað tíminn flýgur! Þetta þýðir bómullarbrúðkaupsafmæli og því var fagnað með góðum late night dinner á Horninu. Mér finnst reyndar að ég mætti kaupa mér eina bómullarflík líka:)

Annars get ég ekki hætt að hlæja að mismælum skólastjórans á útskrift 10. bekkjar fyrr í kvöld - ætlaði að segja "en þar ræður ríkjum" en mismælti sig og tók mestu mismæli allra tíma: "en þar ríður rækjum" - og þeir sem þekkja mig vita að ég ELSKA mismæli og það sem ég hló, maður minn, þurfti næstum að yfirgefa salinn!

Svansý formlega búin að ljúka Laugalæk og Laugó-mafían því einum liðsmanni færri. Hún stóð sig með glæsibrag og fékk himinháar einkunnir:)

Sóley snillingur fór létt með að unga út "litlum" 4 kg dreng en hann er yndislega fallegur og mikil værð yfir honum. Ég hugsa til þeirra svona ca. 10 sinnum á dag, mér finnst svo leiðinlegt að vera ekki nær þeim á þessum miklu tímamótum.

Sía mín búin að fá íbúðina sína á Laugarnesveginum og nú getum við farið að samnýta Bónusferðir og elda saman og rölta yfir í kvöldrauðvínsglas eftir erfiða vinnudaga:) Ég tók eldhúsið hennar í nefið í gær og kom skipulagi á hlutina - you know me, hata ekki að endurskipuleggja eldhús!

Annars eru þrír litlir vinnudagar eftir í Laugalæk og síðan tekur við smá danskennsla fram að Lu France sem verður geggjað - ég bara veit það.

*pís át*


Engin ummæli: