laugardagur, júní 18, 2011

Tókum 17. júní alla leið - með góðri byrjun á brunch með Álfi og Eldi, Brúðubíllinn, Ballið á bessastöðum ásamt öðrum atriðum, gasblaðra, snudda, andlitsmálning, 1 árs afmæli, grillveisla í Geislanum og punkturinn settur yfir i-ið þegar við rúntuðum í bæinn aftur að verða tíu um kvöldið og Ára fékk Candy flos og nammiúr:)

Við hýsum síðan eitt stykki ungling hérna á heimilinu - Svansý býr hjá okkur í nokkra daga og sefur í Buddha herberginu:) Það þarf ekki að hafa mikið fyrir þessum unglingum, leyfa þeim að sofa, þvo fötin þeirra og gefa þeim kvöldmat:) Ég tók síðan 17. júní vaktina og náði í hana í bæinn að verða eitt, alveg til fyrirmyndar hún Svava mín:)

Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni undir maí/júní 2011!

Sæta 17. júní stelpan okkar

Flestir vita að AFO er búinn að vera á Paleo mataræði í rúma þrjá mánuði - hér má sjá hann ferskan í brunch:)

Engin ummæli: