var að skoða gömul blogg frá mér og sé þá komment frá Selmu um að hún bíði svo bara eftir 29 ára afmælinu mínu og þá rifjast upp fyrir mér að ég hef tvisvar haldið "merkisafmæli" án þess að það sé merkisafmæli! Fyrst þegar ég var 19 ára á Hjallaveginum og síðan 24 ára afmæli á Kambsveginum, báðar veislurnar nokkuð stórar og mikil gleði og gaman. En um leið og ég las þetta komment frá Selmu fannst mér eins og ég hefði klikkað á 29 ára afmælinu og ég þurfti að taka mér alveg góðan tíma í að hugsa hvað ég væri eiginlega orðin gömul, greinilega gömul því það rann síðan upp fyrir mér að ég verð 29 ára í október á þessu ári - ég held það sé nú barasta ekki í lagi með mig! Fannst í augnablik að ég væri orðin 29 ára:)
En ég klikka ekki á partý-inu - lofa því:)
En ég klikka ekki á partý-inu - lofa því:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli