fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Á barmi taugaáfalls...

Í gær hélt ég að ég yrði lögð inn á hjartadeild. Ég gat ekki horft á vítaspyrnukeppnina ekki frekar en Ragna og héldum við okkur í bílnum á meðan á henni stóð. Ég er komin með króníska vöðvabólgu í kinnarnar eftir óp og köll og of mikið mal og ég náði að prjóna upp að ermum (á peysunni sem ég byrjaði á í fyrradag) á leiknum en nýjasta er að taka með sér prjóna til að róa taugarnar á leikjum. Eru til einhver lyf við þessu??? Get ekki meir eeennn...

TIL HAMINGJU ELSKU FRAMARAR...

Tjékkið á skemmtilegri grein í Fréttablaðinu...Stuð milli stríða:) Allaveganna þrælfyndin fyrir þá sem voru á staðnum.

Engin ummæli: