mánudagur, ágúst 01, 2005

Klofi 2005...og tengdapabbi gjörsamlega fórnaði sér fyrir málstaðinn: Ekki fyrir kæfur!

Helgin var snilldin ein eins og margur góður maður myndi segja (þrátt fyrir að vera orðin veik núna...kvebbalingur, hausverkur, hiti og allur pakkinn).

Á föstudagskvöldið hópaðist fólk upp í Klofa enda auglýst hátíð sem væri ekki fyrir kæfur. Ég, Andri, Sóley, Kobbi, Gummi lati, Ingunn, Hrabbi, Rakel, Helgi, Mappi, Hjallah, Heiðar, Logi og Sía, ásamt öllu eldra fólkinu sem plantaði sér öðru megin á blettinum á meðan að unglingasvæðið (við flokkuðum okkur undir það) var hinum megin.

Mikil var skemmtun sú, sungið, trallað á gítar, boombox haft í miðju hrings og hlustað á góða tónlist. Þegar leið á kvöldið voru sumir hverjir orðnir ansi hressir og tóku upp á ýmsu. Mappi og Lottó urðu eins og gamlir skólafélagar og gæddu sér á 60% vodka sem endaði nú ekki betur en svo að Lottó rétt náði að skjaga upp í kofa, komst á stig hundsins og byrjaði að urra og endaði svo á því að æla út um allt;) Má segja að hann alveg fórnað sér fyrir málstaðinn og þokkalegt payback hjá Mappa síðan um áramótin forðum daga þegar hann var mættur á Hjallaveginn að mata Ruth með rækjusalati. Allt gekk þó vel fyrir sig þó einstaka menn hafi tekið upp á því að bakka bíl, smella sér í lækinn og henda skítugum sokkum út um allt enda ekkert hægt að stoppa þá frekar en að stoppa íkorna sem er að borða hnetur!

Á laugardeginum vöknuðu menn mishressir en þá hófst fótboltamót á Klofavellinum. Working class á móti the Footballers og má segja að ég hafi algjörlega fórnað mér fyrir Working class enda annar eins striker sjaldan sést og strikera parið ég og Sía vorum að gera virkilega góða hluti enda uppskar okkar lið sigur með góðu marki Hjalapeno eftir undirbúning minn. Ég skaut á markið, Kobbi varði en þá kom Hjalli matrix og "klippti hann inn" og segja sjónarvottar að það hafi verið talsvert sjónarspil að sjá þennan stóra mann þveran og endilangan í lausu lofti með sólgleraugu:) Eftir gott mót var haldið í sund og var það kærkomið. Að sundinu loknu héldu flestir í bæinn enda downtown Reykjavík aðalmálið á laugardagskvöldinu. Ég, Andri, Sóley, Kobbi og Sía urðum þó eftir í rólegheitunum.

Fórum á brennu og sátum úti í náttúrunni með góða tónlist rásar 1 og sötruðum rauðvín og gæddum okkur á sætindum. Í gær vaknaði ég svo og fann að ég var orðin veik sem fór svo versnandi þegar leið á daginn og fórum við heim seinnipartinn í gær. Ég dældi í mig verkjatöflum og lá fyrir. Í dag er ég skárri en langt frá því að vera hress, ósanngjarnt þegar maður er í fríi að þurfa að vera veikur.

Snilldarhelgi að baki og verður Klofi 2006 væntanlega fyrir kæfur ef marka má orð Lottós sem telur sig orðinn hressan eftir afdrifaríka GIN-veiki og má segja að GIN- og KLOFAVEIKIN hafi herjað á fólk þessa helgina.

Í þessum pistli var ekkert minnst á þann mat sem borðaður var en væntanlegur er sérstakur pistill þar sem honum verða gerð skýr og greinargóð skil.

Ciao!

Engin ummæli: