þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Af mér og mínum...(Helga: Til lykke med jobbet)

Er alles gut að frétta og klakinn tók vel á móti manni með tilheyrandi trylling í gær:
  • Byrjaði í skólanum
  • Byrjaði að vinna á frístundaheimilinu
  • Byrjaði að kenna body jam
  • ...og byrjaði að taka að mér afleysingar sem ég var búin að stranglega banna sjálfri mér gera en svona er þetta ekki satt?

Fjón og Köben voru stórskemmtileg og áttum við afi dýrmætan og góðan tíma saman:) Takk fyrir mig elsku afi minn og afsakaðu alla litlu "höfuðhrinstingsblundana mína":)

Ég er ótrúlega ánægð með nýju vinnuna mína og er líka hæstánægð að vera nú loksins í fríi um helgar dear lord hvað verður gott að sofa út ALLAR HELGAR í vetur.

Skólinn fer vel af stað og ég er í afar skemmtilegum kúrsum sýnist mér og svo er það æfingakennsla á unglingastigi í 5 vikur, ætli það verði ekki eitthvað um skot vegna hæðar minnar!

Á föstudag er kynning á Stellu Machartney línunni í adidas og ég verð á kantinum að gera einhverjar æfingar í flottu dressi, ásamt mér verð módel Sóley Kaldal og Erna Mathiesen það er að segja ef Stellan sjálf samþykkir okkur í þetta en það eru víst ansi strangar reglur og við þurftum að senda myndir af okkur út og svona...fyndið!

Síðast en ekki síst þá erum við doktor búin að fá bílinn okkar loksins loksins, Polo 2004 árgerð, voða fínn.

Þannig að lífið leikur við mann og er alveg einstaklega skemmtilegt og gott þessa dagana.

Hafið það gott dúllur

-L- out

Engin ummæli: