Það er búið að klukka mig í þessum bráðskemmtilega eltingaleik sem á sér stað í bloggheimum!
Hér koma því 5 useless atriði um mig:
1. Ég hef óstjórnlega gaman að því að horfa á íslenska knattspyrnu og var staðin að því um daginn á leik Fylkis og ÍA að stökkva undan regnhlífinni sem ég og Andri stóðum undir og fagna marki sem Fylkir skoraði, stuttu seinna gerði ég hið sama þegar ÍA skoraði. Maka mínum fannst þetta undarleg tilþrif enda stóð hann sallarólegur undir regnhlífinni. Keppnisskapið sjáiði til keppnisskapið:)
2. Mér finnst hrikalega fyndið þegar fólk mismælir sig og hlæ mig yfirleitt máttlausa. Þetta þurfa ekki að vera stórvægileg mismæli, bara ogguponsu!
3. Mér finnst ótrúlega gaman að skipuleggja hluti og hef yfirleitt meðferðis í það minnsta 2 skipulagsbækur, mörgum til mikillar mæðu.
4. Ég er FRAMARI af guðs náð og mun vera það forever sama hvað gerist. Þetta er föður mínum að þakka en hann tók mig með sér á leiki frá því að ég var 7 ára og borgaði mér 100 kall fyrir hvert mark sem FRAM skoraði.
5. Ég tala alveg óstjórnlega mikið í síma og við matarborðið. Þegar Harpa systir mín var lítil og mamma var að ná í mig á dansæfingar þá sagði Harpa stundum eftir langa stund (þegar ég var búin að mala út í eitt) Veistu að ég er í bílnum!
Þetta voru fimm useless atriði um mig. Ég held því áfram að klukka og klukka Skallann, Álfrúnu, Regínu, Afa wonder og Hjalapeno
Í dag fór Andri á æfingu á prins Polonum okkar en vanalega keyri ég hann þar sem ég fer og kenni hjólatíma á meðan nema hvað að ég var veik í dag og fór því ekki. Um áttaleytið sé ég hann keyra hérna upp að húsinu með Buffhrútnum og auðvitað fannst mér þetta fyndið og hringdi í hann á meðan hann var fyrir utan:
L: Ertu að fá far heim?
A: Já af hverju
L. nei bara útaf því að þú fórst á bílnum!
A: já er það????
Einmitt!
Smá auka useless en er samt fegin að hann heldur í þessi "að vera utan við sig moment"
Líka greinilegt hver er meira á bílnum en það er nú önnur ella!
-L- kveður að sinni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli