mánudagur, september 26, 2005

New York New York...

Eftir 4 daga, 4 eróbikktíma og 4 verkefniskil (kannski ekki alveg 4 en samt!) verð ég í Ameríkunni eða eins og ég er búin að segja við nokkra kennara Ég þarf að skreppa til Ameríku!

Ég á nokkra dollara í cash, er komin með hærri heimild á vísað, búin að fá risatöskur lánaðar, sem fara væntanlega hálftómar út en koma stútaðar heim! Eða hvað á maður eftir að versla eitthvað þarna...einnig er búið að panta veitingastaði, Asia de Cuba, Bed (sams konar og í satc) og Cesca (italian style). Ásamt margra bls. skipulagsplönum varðandi innkaup og annað slíkt. Hef staðið mig alltof oft í vikunni að því að eiga að vera að læra en hef þá óvart álpast inn á Abercrombie, Urbanoutfitters, Victoriu, Levis, Adidas og fleira og fleira og fleira...

Þar sem að AFO fer afar sjaldan á netið til þess að lesa bloggsíður þá ætla ég að spyrja þig kæri Stifti hvort þú munir nokkuð hvað búðin heitir sem þú keyptir hringinn þinn í? Hef í hyggju að finna slíkan handa honum:)

Það er orðið daglegt brauð hjá mér að frétta af fjölgun barna á Íslandi. Í gær heyrði ég af þessari og í dag af annarri. Hver verður það á morgun?

Ég óska þeim öllum að sjálfsögðu innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir:)

Annars langar mig að enda þessa færslu á skemmtilegu kvóti frá Stóra Magga við Skallann: "Mamma þín hitti Andra og hana litlu duddu þarna hvað hún heitir aftur...."

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt um sjálfan sig!
kveðja frá litlu duddunni:)

Engin ummæli: