laugardagur, nóvember 05, 2005

Í nótt dreymdi mig...

risavaxin kúk og það skemmtilega var að hann sturtaðist öfuga leið upp úr klósettinu og small beint fyrir neðan fætur mínar, þvílíkt flykki! Þetta getur ekki þýtt annað en að við séum að fara að vinna í lottóinu í kvöld nema þetta hafi verið fyrir gærdeginum en þá fékk Andri óvænt laun, dágóða fúlgu og fer hún auðvitað beint inn á spari svona til að maður geti haldið áfram að kaupa kaup kaupa kaupa...

Annars eru Ruth og Lottó komin í sitt herbergi og bara okkar eftir í húsinu og þá getum við flutt jibbíkóla. Fórum í IKEA áðan að skoða og Lottó að kaupa fataskápa, maður þarf nú þokkalegt pláss eftir NY ferðina. Hvað er samt að gerast með Ikea? Aðal family pleisið um helgar, alveg barist um bögglana jeminn góður!

Í Kolaportinu var líka margt um manninn, Sveppalingurinn og beibíið hans ásamt fleiri góðum, danspör að safna penge fyrir Blackpool og auðvitað styrkti Lindan þau um þúsara enda þekkir hún dansheiminn af eigin raun. Samt mjög þakklát fyrir að hafa hætt á réttum tíma.

Í dag vorum við líka með frænda í liðveislu, hann var bara góður og í kvöld erum við að fara að passa Júlla junior, þokklegt pössunarpar þar á ferðinni!

Á morgun þarf væntanlega að skipuleggja einhverja kennslu og gera verkefni. Annars var ég að fá viðtalsverkefnið til baka, eini þátturinn sem ég var dregin niður fyrir var undirbúningur viðtals sem var sama sem enginn þannig að ég er sátt. Nú verður bara spennandi að sjá hvort maður skori jafn hátt á lokaprófinu en mér sýnist ég hafa viku til að frumlesa allt efnið, húrra fyrir því:)

Góða rest af helginni

Engin ummæli: