sunnudagur, nóvember 20, 2005

Ég hef verið kitluð í einum af þessum bráðskemmtilegu leikjum sem fyrirfinnast í bloggheimum, ég hef svo sem ekkert betra að gera en að svara þessu!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Búa í útlöndum
Kaupa mér íbúð
Verða kennari á unglingastigi
Vinna í málefnum öryrkja
Eignast beibís
Gifta mig
Læra að teikna

Sjö hlutir sem ég get:

Talað óendanlega lengi
En líka hlustað ótrúlega mikið
Dansað og dansað
Elskað
Eldað (nei væri ljótt að ljúga því en get samt smá)
Unnið og mikið ójá
Sofið og elska það!

Sjö hlutir sem ég get ekki:

Teiknað
Sagt NEI!
Farið í splitt
Sleppt að versla föt þegar ég fer til útlanda
Get eiginlega ekki sungið (kemur reyndar mörgum á óvart!)
Sleppt því að skrifa eitthvað í skipulagsbókina (svarta bókin ávallt með í för)
Staupað hot´n sweet eftir agalegt jólaball í fyrsta bekk menntaskólans

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

Rassinn
Varirnar
Augun
Brosið
Góðmennskan
Fingur
Stóra táin, sérstaklega á fótboltamönnum

Sjö staðir sem mig langar á:

Söguslóðir Gísla Súrssonar
Kúba
París
Heimsækja vinkonur og vini í Köben
Berlín (aftur)
Genova (í heimsókn)
Aftur í heimsókn á Þórsgötuna til Megasar

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

Já ekki málið, ég redda því
Ég er ógeðslega þreytt
Díses
Ég ætla ekki að hafa svona mikið að gera á næstu önn
Ég get ekki beðið eftir því að hætta að kenna svona snemma á morgnana!
Vá, það er alltof mikið að gera hjá mér
Ég ætla fara snemma að sofa í kvöld (en geri það svo aldrei)....hryllilega hlýt ég að vera pirrandi!

Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

Síminn minn
Nýjustu kerfin í Body jam og rpm
Endalaust margar bækur og greinar um Einar Ben. og Jónas Hallgrímsson
Ljóðabækur
Svarta dagbókin mín
Tölvan mín
Áherslupenni

Ég ætla því að kitla Álfinn, Regínu, Hjallah og Skalla:)

Engin ummæli: