Í gær var hittingur hjá títtnefndum FRAMskonsum en Steina fósturmóðir mín bauð okkur í dýrindis þriggja rétta veislu. Einnar manneskju var þó sárt saknað en hún var löglega afsökuð vegna baksturs fyrir barnaafmæli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til þess að plata hana til þess að kaupa bara köku í Jóa Fel og skella einhverju nammi á hana. En nei hún vildi ólm baka sjálf kökurnar!
Á borðum var hráskinka og ananas, sjávarrétta súpa í brauði og besta súkkulaðikaka sem ég hef á ævinni smakkað, súkkulaðið gjörsamlega vall út um allt. Ég hef nú aldrei verið hrifin af sjávarréttum en verð nú að viðurkenna að þessir náðu að kitla bragðlaukana mína ójá:) Þessu var öllu skolað ljúflega niður með rauðvíni...ég veit að hvítvín er meira inn þegar kemur að fiskmeti en ég er bara svo rooooosalega mikið fyrir rauðvínið enda leyndi það sér ekki þegar ég skreið fram úr um hádegisbilið með rústrauðar varir og dökkar tennur...sæt!
Ólöf skrifaði undir nýjan samning við FRAMskonsurnar og fleiri endurnýjuðu gamla samninga, farið var yfir öll mál, hvort sem það varðaði barneignir, þvott á æfingafatnaði, hárgreiðslustofur og óhóflegt verð, hrakfallasögur maka, skóla- og leikskólamál, laun og annað slíkt allt var tekið upp á pallborðið.
Næsta FRAMskonsuteiti verður í boði mín og Rögnu en það verður kjammaveisla með meiru og samkvæmt skipulagsplaninu ætti þetta að verða um miðjan janúar.
Í augnablikinu er ég stödd í Skúta og milli þess sem ég skoða bloggsíður og kjafta á msn er ég að reyna að skrifa ritgerð...það gengur svona upp og ofan.
Í kvöld verða rólegheitin alls ráðandi, væntanlega með pizzu í annarri og sælgæti í hinni enda kann ég best við mig svoleiðis.
-Linda-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli