miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Smá frá duddunni:)

Ég var að lesa skrýtna sögu fyrir nokkra krakka á frístundaheimilinu sem ég er að vinna á og í sögunni kom fram að amman var lítil stelpa, ég var náttúrulega svona á heimspekilegum nótum og spurði krakkana hvort að amman gæti verið lítil stelpa?

Ein stelpa: NEI!
Önnur: Jú hún getur það sko ef hún er dvergur!
Þriðja: Já (mjög upp með sér) ef hún er dvergur, svona eins og þú! (og leit á mig himinlifandi með þessa uppgötvun sína)

Hún brosti bara svo sætt að ég ákvað að sleppa því að taka aðeins í hana:)

Annars er maður að rifja upp gömlu taktana í vinaböndunum, ég var alltaf hrikalega góð í svona hnútaböndum sem maður lærði í Vindáshlíð, það kom í ljós í dag að ég hafði ekki gleymt neinu, böndin komu á færibandi frá mér og ALLIR vildu fá band takk fyrir og ekki bara eitt heldur tvö og jafnvel þrjú, enda er ég að pikka með þumalputtunum núna!

Svo lítur bara út fyrir að maður sé að fara að flytja...veit að margir glotta núna en þetta virðist vera að fara að skella á og set ég því smá könnun í gang, verður þetta fyrir jól?

Svo ég komi með smá matarupdeit þá er alveg hrikalega góður kokkur sem eldar í skólanum sem ég er að kenna í og á mánudaginn áttum við að skrá okkur í mat fyrir næsta mánuð. Ég var voða æst yfir þessu og alveg hrikalega spennt yfir þessm girnilega mat og var alveg búin að skrá mig til 27. nóv og hugsaði mér alveg gott til glóðarinnar þá vikuna, fattaði þá ég skyndilega að við hættum að kenna 18. nóv:)

Það var ekki fleira í bili,
njótið vetrarfrísins...

Engin ummæli: