föstudagur, nóvember 25, 2005

Fegurðarsamkeppni...

Greyið Þór ,,litli" Ólafsson sem var búinn að æfa í 3 mánuði fyrir keppnina (sem btw heitir keppni) fékk svo ekki möguleika á því að vera valinn því nafnið hans og símanúmer sem átti að hringja í birtist aldrei á skjánum! Og í þokkabót fékk hann bara í andlitið að þetta væri náttúrulega bara leikur, já leikur. Að mínu mati er þetta leiðinlegasti leikur sem hægt er að fara í, grey strákurinn! Held samt að þetta sé bara honum fyrir bestu að komast ekki lengra í þessu. Þetta er hins vegar hið besta efni til að horfa á ef maður vill fá aumingjahroll á hæsta stigi. Ég og doktor lágum í krampa í gærkvöldi. Annars var fulltrúi frá LA, Helgi Már, maður varð náttúrulega að halda með honum er það ekki? Helgi Már eldri fékk nú reyndar boð um að vera með í þessu og hefði sjálfsagt rústað keppninni:)

Hver man samt ekki eftir Þór í Kvennó þegar hann gekk undir nafninu Sólmundur? Ég var alveg búin að steingleyma því en mundi skyndilega eftir því fyrir framan skjáinn í gær. Svona fer aldurinn með mann!

Eigið góða helgi elskurnar, mín fer í námskeið og lærdóm en endar svo í himnaríki með Sigurrós:)

Engin ummæli: