Ég sef ekkert á nóttinni, fór með allar bænir sem ég kann í gær og endaði á því að telja kindur og svo get heldur ekki vaknað á morgnana, hins finnst mér rosa gott að liggja flöt milli 14 og 17 á daginn. Þá get sko sofið ójá....þetta er hins vegar hrikalega pirrandi. Tara gerir mér líka lífið leitt á nóttunni með endalausu rápi inn og út úr herberginu, hún vill alltaf vera í rassgatinu á mér og tekur sér ekkert pásu yfir blánóttina.
Núna er ég að undirbúa áætlun sem ætti að breyta þessu, var að enda við að sötra eitthvað svæfingarte, ætla að setja hreint á rúmið, taka 100 armbeygjur og skokka nokkrar ferðir upp og niður tröppurnar og þá hlýt ég að sofna fyrir þrjú! (þetta síðasta var kannski ekki alveg í alvörunni)
Ég fór í tíma í dag í málfræðirannsóknum, eflaust ágætt, enn einn greinaböggullinn sem maður les alltaf svo vel! Í vor verð ég síðan orðinn grunnskólakennari. Það verður spes...ég ætla samt ekkert að drífa mig neitt alltof mikið út á vinnumarkaðinn og er svona að reyna að gera upp við mig hvað ég get eiginlega farið...
Já svona er nú tilveran lítilfjörleg þessa dagana
Hlakka til þegar febrúar kemur, þá fer allt í fastar skorður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli