föstudagur, janúar 27, 2006

Ég hef dulda listræna hæfileika sem eru að brjóta sér leið út úr skurninni....

Ég er ekki frá því að ég hafi fengið snert af sjálfstrausti hvað varðar myndlist þegar ég gekk út úr Listaseli Kennaraháskólans í dag.

Eftir að hafa lært pappírsþrykkingu og ákveðið að hafa jurta og blómaþema, teiknað eftir bergfléttu og grunnað strigann minn fyrir mitt fyrsta málverk sem mun hafa hringaþema þá hugsaði ég með mér að ég get þetta nú bara alveg. Meiri hræðslan sem er búin að hrjá mann í rúmlega 23 ár. Þannig að búið ykkur undir mjög svo listrænar gjafir frá mér í ár;)

Nú er bara að kaupa skissubók, möppu og svo aukadótarí sem hver og einn listamaður þarf að eiga og það sem gerir þetta enn betra er að mér finnst þetta hafa ótrúlega róandi áhrif á mig, ekki það að janúar hefur að vísu gert það líka!

Í kvöld hefst Idolið sem er líklegast eini sjónvarpsþátturinn sem ég hef markvisst fylgst með síðastliðin tvö ár. Kannski er það bara vegna veðmálsins sem er alltaf í adidas búðinni. Ég get aldrei fylgst með einhverjum þætti, ég gleymi nefnilega alltaf að horfa...spes

Á morgun á ég tíma í litun og plokkun sem er ekki seinna vænna áður en ég fer að líta úr eins og geimvera...seinnipartinum og kvöldinu ætla ég að eyða með Matthildi Birtu:


Sjáiði hvað við erum sætar saman:)

Auðvitað ætla ég alveg spjalla aðeins við mömmuna líka, getum nú alveg örugglega slúðrað eitthvað smá.

Einhvers staðar inni í helginni þarf ég líka að finna tíma til að klára bókina Upp við fossa og undirbúa fyrirlestur...það er sumsé engin lognmolla þrátt fyrir mikla mollu á þessu blessaða bloggi mínu!

Góða helgi allir saman, ég er farin í kríu...



Engin ummæli: