Þá er ég búin að svala kaupþörfinni á einkadótturina...
fór á útsölur í Polarn og Pyret og Englabörnum og gerði kostakaup - að eigin sögn í það minnsta;)
Ég meina þurfa ekki allar 16 mánaða telpur að eiga svo gott sem eitt stykki Oilily gallabuxur fyrir veturinn - jú ég hélt það einmitt;)
Maður er líka að græða svo svakalega á þessu út af kreppunni og svona...
Fór samt í endurvinnsluna með skrilljón dósir áður en ég fór af stað í leiðangurinn - bara svona aðeins til að friða samviskuna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli