miðvikudagur, júlí 16, 2008


Það er eitthvað svo fáránlega mikill hressleiki í gangi þessa dagana...


ekki nóg með að ég sé alltaf komin á blússandi swing klukkan sex á morgnana (meðan hin tvö sofa á sínu græna) heldur er líka standandi prógram og hittingar alla daga og því mikið tekið af myndum. Ég var því að bæta inn á myndasíðuna, örugglega í þriðja skiptið á ansi stuttum tíma þannig að núna heimta ég kvitt frá lesendum.


Á morgun erum við að fara í grill og gómsætt hjá A og B og síðan afmæli á fös og Eldsmiðjuna um kvöldið með S og K...


Um helgina ætlum við síðan að slappa af í Klofa og tjékka á aðstæðum fyrir Bölvaðan KLOFASKAP 2008 og þeir sem ætla mæta á hátíðina mættu endilega melda sig hér en eins og venjulega er engum boðið en allir velkomnir.


Læt fylgja með hópmyndina síðan í fyrra. Og já ótrúlegt en satt rósin mín er byrjuð að blómstra - þessu hefði ég aldrei trúað að ég gæti haldið lífi í blómi!

Engin ummæli: