Ég fór að kenna rpm í morgun...
stillti klukkuna á sex því tíminn byrjar hálf sjö. Þetta var ekki svo ýkja erfitt enda fór ég upp í rúm fyrir ellefu en var náttúrulega ekkert sofnuð ellefu heldur meira svona dáldið rúmlega. Ég var óvenju lítið þreytt fannst mér en ég get lofað ykkur að svona upp úr hádegi verð ég orðin þreyttari. Ég er líka búin að setja í tvær vélar og skipta á rúmunum. Þannig að þessir 17 ókristilegu morgnar sem eftir eru verða kannski bara pís of keik eða já spyrjið svona um miðja næstu viku...
Ef ég myndi síðan vera alveg hrikalega dugleg í hollustunni og svona þá verð ég kannski bara komin í þrusuform í ágúst og hleyp 10 km eins og ekkert sé;)
Annars er ég að fara á tapas barinn í kvöld með tveimur góðum vinkonum. Þar ætlum við að rifja upp gamlar minningar úr LA þegar þær stríddu mér og kölluðu mig Lindu bleiku:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli