Hér er ég...
útjöskuð af harðsperrum og það á þriðjudagskvöldi og vikuskammturinn bara hálfnaður en þetta hlýtur að rjátlast af manni þegar fer að líða á vikuna. Ég meina alveg fínt að kenna tvo til þrjá tíma á viku en svissa svo skyndilega í átta getur tekið á, sér í lagi þegar maður er búin að vera í áralöngu fæðingarorlofi og kannski bara ekki alveg eins mikill Tolli tryllingur eins og áður:)
en að öðrum málum sem snúa að heilsu og útliti - þessa dagana er ég með margumrædda ljótu og það að sumri til. Á einni nóttu fæddist bólugarður á vinstri hlið andlitsins sem lítur vægast sagt illa út, er búin að fá álit nokkurra úr fjölskyldunni á þessu og menn hörfa frá og benda mér á Clearasil eða aðrar bólumeðferðir:) Ég bið ykkur því að vera hægra megin við mig þegar þið talið við mig en þá ber aðeins minna á þessu!
annars bara hressleiki á heimilinu, erum svona að reyna að vera samtaka í því að fara að sofa um ellefu (við=ég og andri, ára löngu sofnuð þá) en það gengur bara akkúrat ekki neitt þannig að núna erum við búin að sætta okkur við það að við erum ekkert svona "snemmaíháttinnfólk" þannig að núna er planið að standa upp á morgnana án þess að hugsa þreyta eða annað slíkt og láta sig bara hafa það umhugsunarlaust. Gott plan?
las greinina um konuna sem tók á móti sínu eigin barni, hversu langt á þetta að ganga, ekki nóg með heimafæðingarnar heldur er þetta líka málið, fussumsvei segi ég nú bara enda brennd af minni fæðingarreynslu og vil bara hafa pottþétt fólk í kringum mig og hananú...
ætla að skella inn nokkrum myndum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli