Það drífur aldeilis meira en nóg á daga manns í fríinu og ég velti fyrir mér hvernig ég geti mögulega bara verið í fullu starfi á veturna. Dagarnir eru þéttskipaðir og aldrei lognmolla....
...en talandi um vinnu. Núna leita ég mér af örlitlu aukastarfi fyrir næsta vetur því yfirvinna verður af mjög svo skornum skammti ef einhvern meðal kennara. Ég dey hins vegar aldrei ráðalaus og er auðvitað svo heppin að geta kennt ýmsa sprikltíma, nú er bara að finna staðinn til að kenna þá! Ég fer t.d í eitt atvinnuviðtal á næsta mánudag og er dáldið spennt að sjá hvað kemur út úr því.
Annars er hressleikinn til staðar hér á Laugarnesveginum sem aldrei fyrr nema við foreldrarnir værum alveg til í að dóttir okkar myndi sofa ögn lengur á morgnana 6:eitthvað er bara ekki alveg nógu spes í langan tíma en nú er búið að stytta dagsvefninn heilmikið og við finnum strax breytingu. En hvað er maður eiginlega að kvarta....í fríi og get alltaf lagt mig:)
Síðan eru brúðkaupsmyndirnar komnar í hús, ekki leiðinlegt það og margar hreint ansi góðar.
Hver getur ekki góðum brúðkaupsmyndum á sig bætt?
Ég luma líka á fleiri myndum þrátt fyrir að hafa stútað vélinni okkar ásamt einum kökudisk en það er nú önnu saga....
í dag er það fjall með góðum vinkonum, vona að rokið fleyti mér lengra en síðan - er svo ferlega rokhrædd alltaf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli