þriðjudagur, júní 16, 2009

Í síðustu viku setti faðir minn upp þessar huggulegu snúrur á svölunum okkar. Mér finnst eitthvað svo notalegt að horfa á þvottinn sveiflast þarna fram og tilbaka og hvað þá þegar vindurinn blæs vel og hann þornar á no time! Bylting í þvottasögunni hérna á Laugarnesveginum og sparar ófáar ferðir niður í þvottahús.

Mér fannst samt rausnarlegast af honum föður mínum þegar hann spurði hvort hann ætti að hafa aðra snúruna í hæð AFO. Ég taldi þess ekki þurfa að svo stöddu;) Hann gæti þá bara beygt sig aðeins öll þessi skipti sem hann hengir upp:)


Annars er alltof huggulegt að vera í fríi og stundum bara gott að vera svona eini á heimilinu í fríi og geta gert hluti sem annars aldrei eru gerðir t.d. að flokka flöskur og dósir, taka til í geymslunni, þrífa bakaraofninn, tæma allar þvottakörfur, sortera dót prinsessunnar, taka til í fataskápum, þrífa bílinn og já svona mætti lengi telja;)

Plús auðvitað að leggja sig, það er mjööööög mikilvægt svona einu sinni yfir daginn og nú hefst lögn dagsins!

-Linda í sumarfríi-

Engin ummæli: