fimmtudagur, júní 25, 2009

Heldurðu að...

Fyrir síðustu helgi hittumst við Andri, Kobbi og Sóley og horfðum á brúpkaupið á video - aðallega sökum þess að Kobbi missti af öllu saman en líka bara af því að mér leiddist nú ekki að horfa á þetta aftur!

Við horfðum á allar ræðurnar og ég hló og grét til skiptis líkt og í veizlunni. Ómetanlegt að eiga þetta svona á "teipi"

Í kjölfarið af þessu barst það í tal að ég væri dáldið gefin fyrir svokallaðar "heldurðu" spurningar og um leið og Sóley nefndi þetta samþykkti Andri um hæl að hann væri ósjaldan að svara slíkum spurningum. En "heldurðu" spurningar eru spurningar sem hafa yfirleitt ekkert rétt svar og eru meira svona bara til að blanda náunganum inn í málið og fá hans álit og skoðun. Ég vildi nú meina að þetta væru smá ýkjur hjá þeim en eftir dæmin sem þau gáfu fór ég að hallast að því að ég spyr mjög oft heldurðu spurninga.

Síðast í gær stoppaði ég sjálfa mig að því að vera búin að spyrja heldurðu spurninga í hátt í klukkutíma. Áran nefnilega enn og aftur veik, ekki í fyrsta skiptið á þessu ári en VONANDI í það síðasta! Þá sá ég að ég dritaði heldurðu spurningum á Andra: "heldurðu að við ættum að pústa hana með hinu pústinu", "heldurðu að henni hafi orðið kalt í sundi", "heldurðu að hún fái aftur í lungun" og þar frameftir götunum....

Vandamálið núna er að ég er orðin svo fáránlega meðvituð um þetta og er alltaf að stoppa mig af og segja sorry þetta er heldurðu spurning...

Engin ummæli: