þriðjudagur, október 27, 2009

Hlaup

Síðan 8. september höfum við nokkur í vinnunni hlaupið tvisvar í viku, við hittumst 6:45 við Laugardalslaug og leggjum af stað saman og síðan fer bara hver og einn á sínum hraða. Við hlaupum alltaf tæplega 6 km en lengra náum við ekki nema við færum að mæta fyrr. Þetta er ótrúlega hvetjandi kerfi, bæði upp á að mæta á staðinn, maður veit af hinum sem mæta og rífur sig þá frekar upp og síðan er gott að hafa fleiri í kringum sig að hlaupa upp á keppni og hraða eða það svínvirkar í það minnsta fyrir keppnismanneskju eins og mig! Skólastjórinn hefur staðið sig best mætingalega séð hingað til og ekki misst úr skipti.

Það sem mig bráðvantar núna er hins vegar púlsmælir með innbyggðu GPS en slíka græju ætlar hann Atli frændi minn að redda mér að utan á spottprís. Í dag t.d ákváðum við að hlaupa í 60 mín eins langt og við gætum. Með græjunni hefði þetta verið snilld, ég hefði getað sett upp prógram um það hvernig ég myndi vilja hlaupa þetta og hversu langt og svo myndi ég bara fylgjast með en í staðinn var ég með úrið mitt og bara ca. þetta út - ekki eins spennnandi en virkaði ágætlega.

Ég hlakka til að fá græjuna í hendur

Engin ummæli: