Nú er aðeins einn dagur eftir af vetrarleyfinu...
og to do listinn sem ég var búin að búa til í huganum hefur ekkert minnkað. Kannski setur maður sér alltaf of há markmið fyrir svona vetrarleyfi, ég sá t.d. fyrir mér að ég myndi bera fullt af bókum niður í geymslu og breyta og betrumbæta aðeins í skenknum í stofunni, eins sá ég fyrir mér að taka fataskápinn okkar Andra í nefið, skrúbba veggi í eldhúsinu og sótthreinsa íbúðina. Einnig ætlaði ég að fara yfir próf og verkefni til að eiga það ekki eftir eftir vetrarleyfi en ég er búin með einn bekk og það hefur lítið sést af þessum sótthreinsunum!
Í staðinn er ég samt búin að gera ótrúlega margt skemmtilegt eins og að hitta góða vini, slappa af og sofa ótrúlega mikið og vel. Og versla barnaföt, það virðist vera einhver árátta þessa dagana en nú segi ég stopp, barnið á feikinóg af fötum sem sannaðist best í vor þegar ég þvoði lítið sem ekkert í þrjár vikur (út af undirbúning v/brúðkaupsins) og alltaf átti hún spjör til að fara í.
Síðan er Áran okkar orðin svo mikil kúrurófa, allaveganna þessa helgina, kemur til okkar á morgnana og vill kúra lengi og við vonum auðvitað að þetta sé eitthvað sem koma skal.
Í kvöld er hins vegar kjammaveisla á Grunninum og ég er komin með vatn í munninn - namminamm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli