Mögnuð gjöf var að berast okkur LA-búum...
30 hluta verkfærakassi en hérna á heimilinu hefur ekki verið til svo mikið sem eitt skrúfjárn! Þannig að alltaf þegar eitthvað er að er hringt í pabba eða Lottó og þeir koma með "kittin" sín og græja hlutina. Afar hentugt að fá alltaf handlagna menn í málið en nauðsynlegt að geta græjað þetta stundum án aðstoðar en það var að sjálfsögðu hann faðir minn sem færði okkur kóssið og á miklar þakkir skilið:) Andri er hæstánægður með þetta og er að prófa að setja allskyns skrúfur og dót saman.
Aldeilis góð byrjun á vetrarleyfi!
Þrammaði í nokkrar búðir með henni tengdamóður minni í dag, við saman erum hættulegt combó þegar kemur að verslun og mikið er ég fegin að Kammakarlo búðin er lengst í burtu, annars væri buddan ansi mikið léttari og létt er hún.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli