miðvikudagur, október 28, 2009

Í Laugarnesinu er bezt að búa!

Ég fer fótgangandi í vinnuna og Ágústa Rut er í leikskóla í 2 mín göngufæri við mig. Eftir vinnu í dag gat ég svo rölt í fiskbúðina og keypt góðan fisk, komið við í Frú Laugu og keypt nýuppteknar íslenskar afurðir og frosið hakk fyrir morgundaginn, svo ég tali nú ekki um að koma við í bakarí-inu og kaupa kúmenbrauð á tilboði.

Nú ef ég hefði verið í stuði hefði ég líka getað kippt einu rósabúnti úr blómabúðinni sem er við hliðina á bakaríinu og látið klippa á mig topp í leiðinni á hárgreiðslustofunni.

Á morgun skokka ég síðan út í sundlaug og fær frítt inn sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og hleyp frítt um fallega Laugardalinn.

Allt þetta án þess að nota bílinn! Og ég spyr: er hægt að biðja um það betra?

Lifi LA

Væri auðvitað bezt bezt bezt ef við myndum losna við %$&$%&% 10-11 búðina við Laugalæk og fá einhvern góðan kaupmann á horninu en það kemur!

Engin ummæli: