föstudagur, desember 16, 2011

 Og ég stóðst flakkið í dag enda bíllaus!

Set hérna nokkrar myndir af klónunum mínum að grunna og lakka. Ára er náttúrulega fædd vinnukona og elskar að hjálpa til við nánast hvað sem er. Hún hamaðist alveg við grunninn og var orðin rauð í kinnum þegar við sögðum henni að nú yrði hún að fara að sofa:) AFO eyddi síðan næstu tveimur kvöldum í að lakka endalaust margar einingar eins og IKEA einum er lagið.

Ég hlýddi eiginmanninum í morgun og lagði mig aftur og það var engin smá lagning, vaknaði 13:15! Tók síðan bara rólegan dag heima, tók allt til og gekk frá þvotti og svona almennt stúss en allt í RÓLEGHEITUNUM. Held mér hafi ekki veitt af því enda eru þessir verkir sem voru byrjaðir eiginlega bara alveg hættir sem betur fer.

AFO fór á jólahlaðborð í kvöld í vinnunni sinni og ég bauð Áru og Fransisku með mér í pítsu á Ítalíu og síðan smá jólabæjarrölt sem þeim fannst nú ekki leiðinlegt. Núna taka við smá jólakortaskrif, leggja lokahönd á þann pakka og á morgun er brunch á Vox með Álfi og co. Nammi namm...


Nærfata - grunn - partý


Ára gaf sig alla í verkið


AFO orðinn svona pínu þreyttur á þessu verki:) Enda hefði ég gert þetta undir venjulegum kringum stæðum á meðan hann hefði eldað eitthvað gott fyrir mig á meðan!


Sætar vinkonur á Ítalíu

-Ég er ánægð að kommentakerfið virðist virka, var farin að efast um það en ég ætla að vera dugleg að skrifa hérna í fæðingarorlofinu:)

Engin ummæli: