föstudagur, desember 16, 2011

Klára, klára...

Ég veit að það er töluvert gáfulegra að vera í núinu og ekki að stressa sig á hlutunum en þegar jólin eru annars vegar og barn 5 mín eftir það hugsar maður aðeins lengra fram í tímann, það er bara þannig!

Ég hlakka alveg svakalega til svona ca. á sunnudagskvöldið þegar ég mun sitja á tungunni í sófanum okkar, jafnvel þiggja fótanudd frá eiginmanninum, horfa á allar innpökkuðu gjafirnar og handskrifuðu jólakortin - líta svo inn í Búddaherbergi og tjékka á vel lökkuðu kommóðunum eftir handbragð eiginmannsins vitandi að þær eru fullar af nýþvegnum ungbarnafötum...


Ég er soldið í to do listum þessa dagana, meira svona þeir eru alls staðar en samt þarf ég að slaka á og hvíla mig inn á milli en er ekki nógu dugleg að gera það enda búin að vera með alltof mikla fyrirvaraverki og samdrætti sem mega aðeins fara að slaka á þannig að ég geti haldið jólin áður en daman kemur:)

Besta ráðið hans Andra er að fara á bílnum á morgnana og skilja mig eftir heima í stofufangelsi því annars fer ég á eitthvað flakk - þið þekkið mig, svona er ég bara gerð! Á morgun er því stefnan sett á stofufangelsi og klára að skrifa restina af jólakortunum og pakka inn tveimur síðustu gjöfunum. Don Ruth henti í mig spítalatösku með sjampói, hárnæringu, kremum, tannbursta og tannkremi, vitandi það að þrátt fyrir að vera skipulagða Linda var ekki búið að græja þessa tösku síðast þegar allt fór af stað:)

Ég lagði mig samt alveg tvisvar í dag fyrir og eftir hádegi svo ég er skynsöm þess á milli sem ég ákveð að keyra út jólakort og bruna í Eymundsson rétt fyrir lokun til að græja eina bók!

En þetta eru mjög spennandi tímar hérna í LA og heppilegt að Andri á eitt stykki "bökunardag" inni í næstu viku og hann verður vel nýttur í einhverjar útréttingar og samsetningu á eldhúsborði svo eitthvað sé nefnt:)

Engin ummæli: