þriðjudagur, desember 06, 2011

"Óvinnufær með öllu"
Stendur á vottorðinu mínu fyrir Laugalæk:) Kannski ekki beint lýsingin sem á við um mig en þetta er víst staðlað ef maður ætlar að hætta að vinna áður en fæðingarorlof hefst formlega. Mér finnst samt nákvæmlega réttti tímapunkturinn núna til þess að verða svona "óvinnufær". Mjög mikilvægt að fá smá hvíld og góða aðventu eftir nokkuð annasamt haust. Ég er reyndar aðeins að kenna smá einkatíma í dansi og stærðfræði en það er bara hressandi í litlu magni.

Ég var að lesa bloggið mitt síðan á sama tíma á síðustu meðgöngu og þá höfðum við akkúrat skellt okkur í bústað og ég hafði verið með einhverja kvefdrullu og hálsbólgu og Andri síðan tekið við. Þetta er svona beisiklí eins og hefur verið undanfarna daga enda meðgöngurnar búnar að vera óskaplega líkar. Fórum í yndislega bústaðaferð með Álfrúnu, Agli og Eldi um helgina og slógum líklega heimsmet í afslöppun og megabrunchum. Þessi tvö börn smella líka alltaf saman eins og flís við rass og sváfu meira að segja saman í rúmi báðar næturnar:) Þarf að setja inn slatta af myndum sem fyrst.

Nú styttist líka heldur betur í næstu dömu en við erum búin að fara upp á Skaga og hitta frábæran lækni sem heitir Konráð og mun sjá um að skera mig og græja. Að öllu óbreyttu verðum mér trillað inn að kvöldi 28. des og skorin þann 29. des. Gummi frændi fær þá litla Gummalínu í afmælisgjöf því hann á einmitt afmæli þarna 29. des. Þetta er bara gott plan annars getur auðvitað alltaf eitthvað gerst áður en ég er voða róleg yfir því, daman búin að skorða sig fyrir langalöngu síðan og alltaf gott að vita af því að þurfa ekki fleygja sér í gólfið einhvers staðar á förnum vegi!

Ára er síðan búin að vera sérlega tillitssöm við móður sína sem er ekki jafn snör í snúingum og gengur og gerist og hjálpar ítrekað við að klæða úr skóm, sækja hluti og hjálpa til við ýmis verk. Vonandi heldur þessi velvilji áfram...
Annars er jólaandinn ríkjandi hér á Laugarnesveginum og gjafainnpökkun og jólakortagerð í fullu gangi:)

Engin ummæli: