laugardagur, desember 10, 2011

Fyrsta óvinnufæra vikan liðin og ég hef svo sem ekki setið auðum höndum eins og við var að búast en rosalegur lúxus að þurfa ekki að rífa sig upp sjö á morgnana og mæta til vinnu klukkan átta.

Heilsan er mjög fín og ljósan mín spáir stærri stelpu en Ágústa Rut var en hún var algjör títla 49 cm og tæplega 13 merkur. Mér finnst ég voða mikið eins bara og þá en þetta verður spennandi því er ekki að neita!

Fékk að heyra það í vikunni að það væri gott að byrja að þvo hvað á hverju svo ég henti í nokkrar vélar og það er af nógu að taka! Mér finnst ég líka megasjóuð í barnafötum þó ég segi sjálf frá enda ekki lítil áhugamanneskja um barnafatnað í öllum stærðum, litum og gerðum:) Núna veit ég alveg upp á hár hvaða samfellur mér finnst gott að nota og sokkabuxur og leggings og svona dótarí. Ég hata það heldur ekkert að flokka og raða og skipuleggja. Nú þarf Andri bara að lakka tvær kommóður svo ég geti farið að koma þessu dóti einhvers staðar fyrir.

Hér er kominn langur to do listi fyrir vikuna því stefnan er sett á megarólega viku fyrir jól þar sem ég get helst bara legið með tærnar upp í l0ft!

Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni og kvitt gleður:)

Engin ummæli: