þriðjudagur, mars 06, 2012

Áran orðin 5 ára!

Ég veit að þetta er klisja en hrikalega flýgur tíminn! Þá hlýtur að vera fjör hjá manni, það er bara þannig. Og það sem að þessi 5 ára gleðigjafi hefur haldið uppi stuðinu síðast liðin fimm ár, það held ég nú! Komin með stríðnisglampa í augun strax 2 mánaða eins og amma Malla benti réttilega á þegar hún sá myndina hér að neðan. Og hún hefur alltaf vitað hvað hún vill og lætur sko ekki snúa sér;) Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af afmælisferlinu!


Broskallaþemað undirbúið með því að kaupa broskalladiska, glös og dúk, hvað annað;)


Sæta músin í prjónuðu dressi frá nöfnu sinni, ömmu Gústu


Og ein af hinni músinni:)


Broskall "in making" Hvar væri ég án Síu minnar, allir ættu að hafa aðgang að einni "Síu frænku", það myndi auðvelda líf margra:)


06:25, pakkaopnun, búið að halda sumum í rúminu frá rúmlega fimm! Smá spenna í gangi:)


06:43, legokubbagerð með móðurinni!


Listaverk dótturinnar!


Strollan á leið í afmælið - allt samkvæmt ÍTR reglum:)
Áran stjórnaði síðan með harðri hendi þegar heim kom og eitthvað kannaðist ég við þessa stjórnunartakta. Heyrðist t.d frá henni: "Ok stelpur, bara allar hérna inn í stofu, heyrðu eru allir búnir að láta mig fá pakka, ok setjist bara hérna, neinei þarft ekkert að halda í pakkann, bíddu heyrðu vantar einhverja pakka"! hahaha


Sía að kynna reglurnar, hefði verið slæmt ef tveir grunnskólakennarar og einn verkefnisstjóri á frístundaheimili hefðu klúðrað afmæli!

Smá Bíó og Buggles í lokin:)

Áran fór megasátt í háttinn - 1 afmælið búið, 2 eftir og samkvæmt reglum um væntingastjórnun verður reynt að tala sem minnst um afmælishelgina út vikuna svona til þess að það verði sofið eitthvað á nóttinni!