miðvikudagur, mars 28, 2012

Fyrstu bréfin í pósti!


Magda með sitt fyrsta brét frá Íslandsbanka - alveg grunlaus um ástand hagkerfisins enda bara tæplega þriggja mánaða


Systir hennar tæpum fimm árum áður með sitt fyrsta bréf frá Glitni, rúmlega fjögurra mánaða, aðeins klárari og hrunið framundan!

Þjónustufulltrúinn í Íslandsbanka var ekki að fíla brandarana mína þegar ég var að stofna framtíðarreikning fyrir M. Ég sló á létta strengi og sagði að það væri nú heldur mikill munur að fæðast 2007 eða 2011, bankarnir hreinlega slógust um að gefa 5000 kalla inn á framtíðarreikning 2007, núna kom ekki svo mikið sem bréf til að minna á að stofna slíkan reikning hvað þá að hún fengi peningagjöf - Georg baukur og bolur var það heillin:) En stúlkurnar munu fá það sama frá foreldrum sínum um hver mánaðamót 1500 á haus!