Missandi eða ómissandi!
Þegar ég eignaðist Ágústu Rut man ég hvað mér fannst fáránlega skrýtið að fara út ein fyrstu skiptin. Mér leið hreinlega eins og ég væri með stóran límmiða á enninu á mér þar sem stóð: "ÉG VAR AÐ EIGNAST BARN!" og mér fannst eins og allir væru að horfa á mig. Núna var þessi tilfinning einhvern veginn ekki til staðar. Ég var líka komin heim tveimur sólarhringum eftir að Magdalena fæddist og "hélt" hálfgert gamlársboð sama kvöld:) Ég held líka að þetta sé allt öðruvísi með annað barn, fleiri skyldur sem maður þarf bara að sinna fljótlega eftir burð hvort sem manni líkar betur eða verr. Þess vegna fór ég tiltölulega fljótt á ról núna og skaust hitt og þetta fyrstu tvær vikurnar sem Andri var heima. Hann gaf M pela með mömmumjólk enda þaulvanur og hún drakk eins og hún hefði aldrei gert annað. Ég kann ótrúlega vel við það að þessar dætur mínar taki pela, það hentar fiðrildinu í mér svo vel því ég þarf svona smá Me Time inn á milli:)
Núna hafa ömmurnar báðar passað og gefið pela og Harpa passaði líka aðeins í dag en í kvöld ætlaði ég síðan í fyrsta skipti að skella mér í smá stelpuboð EIN. Samviskusamlega mjólkaði ég mig svo barnið yrði ekki vannært og síðan fórum við AFO svona yfir hvernig væri best að hafa þetta. Ég ætlaði að mæta aðeins of seint í boðið en í þeim tilgangi að það væri komið það langt inn á kvöldið að þessi peli væri eiginlega bara síðasta gjöf fyrir svefninn. Ára var að leika hinum megin og ég hafði einhverjar áhyggjur af því að það yrði of mikið mál að koma henni í háttinn líka en hugsaði svo með mér að það væri bara vitleysa í mér, ég gæti allt eins bara bent á trixin mín sbr. síðustu færslu...og Andri ætlaði líka bara að baða Magdalenu sem var slök í stólnum sínum þegar ég fór.
Núna hafa ömmurnar báðar passað og gefið pela og Harpa passaði líka aðeins í dag en í kvöld ætlaði ég síðan í fyrsta skipti að skella mér í smá stelpuboð EIN. Samviskusamlega mjólkaði ég mig svo barnið yrði ekki vannært og síðan fórum við AFO svona yfir hvernig væri best að hafa þetta. Ég ætlaði að mæta aðeins of seint í boðið en í þeim tilgangi að það væri komið það langt inn á kvöldið að þessi peli væri eiginlega bara síðasta gjöf fyrir svefninn. Ára var að leika hinum megin og ég hafði einhverjar áhyggjur af því að það yrði of mikið mál að koma henni í háttinn líka en hugsaði svo með mér að það væri bara vitleysa í mér, ég gæti allt eins bara bent á trixin mín sbr. síðustu færslu...og Andri ætlaði líka bara að baða Magdalenu sem var slök í stólnum sínum þegar ég fór.
Mér finnst samt alltaf eitthvað svo undarleg tilfinning að fara frá einhverjum sem er svona óendanlega háður manni og það kom svona yfir mig "æjégættikannskibaraaðveraheima" en svo dreif ég mig af stað og ótrúlegt sem það er hressandi að fara í hærri hæla, setja á sig smá gloss og örlítinn roða í kinnarnar. Förinni var heitið út á Nes og ég var komin um níu, rúmum klukkutíma of seint en það var allt í lagi, maturinn var hitaður upp og ég fékk smá rauðvínsdreitil í glas, frábær félagsskapur og þegar ég fékk mér fyrsta sopann af rauðvíninu hugsaði ég með mér hvað þetta væri nú huggulegt að geta skroppið svona aðeins út úr húsi viðhengislaus en í sömu andrá hringir síminn minn. Eiginmaðurinn í bland við öskur sem ég kannaðist bara hreint ekki við - "hún er trítilóð, þú verður að koma" heyrðist á hinni línunni. Oh hvað ég var samt svekkt og spurði en pelinn? En lætin voru svo mikil að ég heyrði ekki hvort hún hefði fengið pelann eða ekki viljað hann! Ekkert annað í stöðunni en að kveðja og rjúka aftur tilbaka hálftíma eftir að ég hafði komið á staðinn.
Það tekur alveg góðar 10-15 mín að keyra frá Nesinu og í Laugarnesið svo ég hringdi í bílnum á leiðinni til að tjékka hvort ég ætti að senda mömmu yfir, hugsaði með mér hvernig staðan væri á stórunni sem var eflaust orðin stjörf af þreytu. Þá komst ég að því að Magdalena hafði aldrei fengið pelann því pabbinn ætlaði að halda sig við planið - bað og svo pelinn því ekki vildi hann vera búinn með mjólkina eftir baðið. En á þessum tímapunkti var hann að græja pelann á meðan Ára hélt Magdalenu félagsskap. Ég heyrði síðan aðeins í mömmu á meðan ég var að keyra sem skellti nú eiginlega bara upp úr og fannst hún komin 30 ár aftur í tímann en ég stundaði þetta víst að senda foreldra mína út en láta kalla þá tilbaka örskotstundu seinna:) Þegar ég var næstum komin heim bjallaði ég aftur, veit ekki af hverju ég var að hringja svona mikið en mig langaði að fylgjast með haha...þá svaraði Ára og sagði að hún væri að drekka pelann og hætt að öskra. Ég nennti samt ekki að keyra alla leiðina tilbaka svo ég fór bara heim og gat ekki annað en hlegið þegar ég sá eiginmanninn örmagna með nr. 2 í fanginu svolgrandi í sig mjólkina. Hann sagði mér að á svona stundum færu menn í gegnum allan tilfinningaskalann - hjálparvana - vonsvikinn - pirraður. Ég heyrði svo Áru segja í símann við ömmu sína að Magdalena hefði verið alveg brjáluð!
Það var samt svo notalegt að koma heim og sjá hvað Ágústa Rut tók sínu hlutverki mjög alvarlega og lýsti því alveg í smáatriðum hvernig hún hefði heyrt öskrin yfir til Fransisku og komið og farið á fullt að hjálpa pabba sínum sem stóð þarna hjálparvana með útgrátið ungabarn. Hann sagði reyndar sjálfur að hann hefði aldrei náð að græja þennan pela nema út af því að Ára var að hjálpa til en hún stóð víst við skiptiborðið og killaði á henni ennið og reyndi að gefa henni snudduna:)
Þó ég hafi verið komin í ansi góðan spjallfíling í dömuboðinu græt ég þetta ekkert, það verður sko alveg nægur tími sem ég verð alveg "missandi" og ég ætla bara að njóta þess að vera svona hrikalega ómissandi. Magdalena vaknaði síðan eftir peladrykkjuna og horfði á okkur með stóru saklausu augunum sínum eins og hún væri að segja "hvað voruð þið eiginlega að pæla?" Lagðist síðan inn í rúm með óróann eins og planið hafði verið og steinrotaðist! Þessar dömur láta ekki bjóða sér hvað sem er;)
Það var samt svo notalegt að koma heim og sjá hvað Ágústa Rut tók sínu hlutverki mjög alvarlega og lýsti því alveg í smáatriðum hvernig hún hefði heyrt öskrin yfir til Fransisku og komið og farið á fullt að hjálpa pabba sínum sem stóð þarna hjálparvana með útgrátið ungabarn. Hann sagði reyndar sjálfur að hann hefði aldrei náð að græja þennan pela nema út af því að Ára var að hjálpa til en hún stóð víst við skiptiborðið og killaði á henni ennið og reyndi að gefa henni snudduna:)
Þó ég hafi verið komin í ansi góðan spjallfíling í dömuboðinu græt ég þetta ekkert, það verður sko alveg nægur tími sem ég verð alveg "missandi" og ég ætla bara að njóta þess að vera svona hrikalega ómissandi. Magdalena vaknaði síðan eftir peladrykkjuna og horfði á okkur með stóru saklausu augunum sínum eins og hún væri að segja "hvað voruð þið eiginlega að pæla?" Lagðist síðan inn í rúm með óróann eins og planið hafði verið og steinrotaðist! Þessar dömur láta ekki bjóða sér hvað sem er;)