fimmtudagur, mars 15, 2012

Prins Polo í kröggum!

Bíllinn okkar yndislegi prins polo er bilaður - smávægilegar lagfæringar, plana heddið upp á nýtt, skipta um þéttingar og tappa og svo er einn fjaðurgormur og balancestangargúmmí farið - ekki nema takk fyrir pent. Kostar fúlgu en Lottó er að lotta eitthvað fyrir okkur svo vonandi fer kostnaður lækkandi. Á meðan keyrir Andri um á sendiferðabíl og vekur athygli hvert sem hann fer. Við getum sem sagt ekki farið neitt saman á bíl fjölskyldan eins og staðan er núna, verandi fjögur og bara á þriggja sæta sendiferðabíl. Það er rétt sem pabbi sagði við mig, maður þarf hálfgerða áfallahjálp þegar maður lendir í þessu svona á síðustu og verstu;) Ég finn reyndar voða lítið fyrir þessu virka daga, er aldrei á bíl og keypti mér strætókort fyrir þónokkru síðan. Mér finnst nefnilega bara fínt að taka strætó í bæinn, versla aðeins inn í Bónus og fara svo tilbaka. Það er ekki eins og tímaskortur sé vandamál þegar maður er í fæðingarorlofi!

Andri er svo glaður að eiga nýja þrítugspotta að hann vill bara leggja bílnum tímabundið - það er svo sem alveg möguleiki út af fyrir sig en við sjáum hvað setur. Don Ruth og Lottó eru á leið til Flórída eftir tæpar tvær vikur og þá getum við verið á þeirra bíl svo þetta bjargast nú allt saman. Gott að taka Pollýönnu á þetta, margt töluvert verra sem gæti hent mann en smá bílavandræði. Hefði samt alveg í hinum fullkomna heimi kosið að þetta myndi frekar gerast þegar allir væru á fullum launum, það kæmi sér bara töluvert betur! En það þýðir ekki að gráta Björn bónda eins og það stendur....

Annars var ég alveg "sprungt" eftir afmælistörnina - hef verið að taka vikuna í svona "recover" en er öll að koma til og kerrupúlaða mig í gang í morgun. Framundan er the BIG 30 hjá eiginmanninum en einkasonurinn fær smá afmælis í Geislanum í næstu viku en síðan verðum við hjónin með leðurpartýið okkar í sumar! Ég er síðan komin í einhvern framkvæmdagír hérna á heimilinu og ætla fá Heiðar millimeter með mér í það, rakst á skáp nokkurn í geymslunni hjá honum og er svona í huganum að finna honum góðan stað hérna á heimilinu!

Bestu bílakveðjur....