fimmtudagur, júlí 28, 2005

Örlítið update...

Er nú bara að blogga sökum þess að ég bíð óþreyjufull eftir að Desperate fari að byrja. Eftir að hafa setið föst við skjáinn í 19 vikur missti ég af síðasta þætti. Sía bætti samt úr því og ég horfði á hann í dag og kem því fersk til leiks á eftir.

Andri mætti í sinn fyrsta pump tíma til mín í gær, mér fannst mjög fyndið að hann væri þarna og þurfti að taka mér 15-20 sek þar sem ég snéri höfðinu að græjunum til þess að fá ekki hláturskast....týpískt ég ekki satt! Fékk samt alveg að taka þetta hláturskast þegar leið á tímann því Bobber bobber eða Bubbi nokkur Mortens ákvað að líta við í lok tímans. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að biðja um að fá að vera með og bauð honum það. Hann hins gekk að speglinum rétt við hliðina á mér og byrjaði að taka trylltar boxæfingar...þessi saga er jú mun betri þegar ég sýni æfingarnar með. Nú ok með Bubba þarna trylltan við hliðina á mér og Andra á móti mér að gera mjög einfalda framstigsæfingu gat ég ekki meir. Ég byrjaði að brosa smá og sá þá að Andri og Sía gátu ekki heldur haldið í sér lengur, ekki frekar en restin af salnum sem lá á barmi hláturskasts. Bobber lét þetta nú ekki á sig fá og hélt tryllingsæfingunum áfram, þokkalegt show of þar á ferð:) Þangað að til að ég tók til minna ráða, því ekki fannst mér við hæfi að hann væri að þessu á meðan við værum að teygja. Hann hætti þá og smellti sér í massívar jógaæfingar. Já aldeilis frábær heimsókn þar á ferð, stjarnan þakkaði þó pent fyrir sig og bauð mér að koma í úthaldsæfingar á morgun með sér...nei nú lýg ég. Hann var allaveganna kurteis, gekk svo að afgreiðslunni og rétti fram höndina þar sem afgreiðslustúlkan smellti á hann einhverju bling bling armbandi, kastaði á okkur kveðju og strunsaði út á við ævintýranna. Eftir stóðum við og hlóum enn meira.

Ég er líka hætt að vinna í Hjól borg en fæ samt sem áður laun til 5. ágúst. Fannst það fínt í dag þegar sat og gæddi mér á heilsuklatta og kókoskúlu frá Jóa á launum.

Um helgina er stefan sett upp í Klofa, ekki upp í klof heldur KLOFA, sumarbústaðalandið sem fjölskyldan hans Andra á. Ýmsir góðir vinir eru búnir að melda sig inn á flötina með tjald og með því. Verður eflaust frábær skemmtun.

Í gær fór ég á hús kennt við kaffi með LA - genginu plús Ingu. Fékk mér tvo bjóra en leið eins og ég hefði drukkið tíu þegar ég vaknaði í morgun. Hlýt að hafa verið með vott af flensu. Áðan fór ég svo á Vegamót með Viðeyjarpíunum (8. skiptið í þessum mánuði sem ég gæði mér á mat þar!)

Nú er að smella í þáttinn þannig að L kveður að sinni og óskar mönnum góðrar helgar og biður fólk að fara sér hægt í umferð og inn um gleðinnar dyr:) Smúss á línuna

Lindsey

Engin ummæli: